Wednesday, December 1, 2010

Short Cuts

Claire The Clown
Ég ákvað að horfa á Short Cuts sem Robert Altman gerði árið 1993.
Myndin er í rauninni margar sögur sem tengjast á einn eða annan hátt. Ég verð eiginlega að viðurkenna að það er frekar erfitt að lýsa söguþræðinum... en reyni, skipti þessu niður... en nenni engan vegin að reyna að útskýra tengingar... það yrði allt of flókið. ;)
1) Þessi saga er um hjón og son þeirra. Eiginmaðurinn er fréttamaður og mamman heimavinnandi. Einn daginn er keyrt á son þeirra af gengilbeinunni sem er í sögu 9). Þau eru síðan mest alla myndina að berjast fyrir syni sínum á spítalanum. Nágrannar mæðgnanna í 2).
2) Jazz-söngkona sem vinnur á klúbbi á nóttunni en situr heima að drekka (væntanlega áfengi ef ég skildi rétt) á daginn og böggast í dóttur sinni fyrir sellóleik eða segja henni gamlar sögur af pabba hennar sem drap sig. Frekar kalt samband á milli þeirra.
3) Maður sem hreinsar sundlaugar og kona hans sem vinnur sem símakynlífskona. Hjónaband þeirra virðist standa á brauðfótum vegna starfs hennar og virðist þolinmæði hans vera orðin lítil. Eiga góða vini í sögu 4).
4) Þessi saga er um par sem fær það hlutverk að passa íbúð nágranna sinna í mánuð. Strákurinn er að læra að verða make-up-artist og hún er...eitthvað. Þau skemmta sér konunglega við að "passa" íbúðina, og flytja eiginlega inn í hana. Góðir vinir fólksins í sögu 3).
5) Saga um lækni og konuna hans sem er listmálari. Hann er með þá áráttu að hún sé að halda fram hjá honum og hún neitar samt alltaf. Hann er læknis stráksins í 1) og halda hjónin svo (mjög svo) villt matarboð með hjónunum í 6).
6) Þessi hluti er um hjón, maðurinn er atvinnulaus og konan er atvinnutrúður. Hann fer í veiðileiðangur með vinum  og finnur lík, en þeir vilja frekar veiða heldur en að fara til lögreglunnar. Hitta hjónin í 5) og halda (mjög svo) villt matarboð!
7) Sagan fjallar um konu sem er skilin við eiginmann sinn (þyrluflugmann sem hét Stormy Weathers...snilld!) en hann heldur áfram að koma heim til þeira og vill ekki að hún haldi áfram með líf sitt. Þau eiga einn son sem finnst ekkert skemmtilegra en að horfa á teiknimyndir. Konan heldur við lögguna í 8).
8) Þessi hluti er um hjón og líf þeirra. Maðurinn er lögreglumaður og konan er heimavinnandi með börnunum. Maðurinn er alltaf að halda framhjá henni og heldur m.a. við konuna í 7). Konan er systir konunnar í 5). Þau eru í óhamingjusömu hjónabandi og rífast um minnstu hluti, eins og t.d. pirrandi hundinn þerra Suzy.
9) Seinasta sagan fjallar um nokkuð furðuleg hjón. Maðurinn keyrir limmu og er alkóhólisti. Konan er gengilbeina og er komin með hundleið á honum og er reglulega að henda honum út, en fyrirgefur honum þó alltaf á endanum. Hún er mamma stelpunnar í 4) og keyrði óvart á strákinn í 1).
Stormy Weathers tekur til heima hjá konunni sinni ;)
 Úff, þetta er sagan í mjöög stuttu máli (og bara byrjunin á henni). Nenni engan veginn að útskýra tengingarnar betur, en þær eru miklu, miklu, miklu fleiri. En þá verður þessi færsla of ruglingsleg (ef hún er það ekki fyrir heh).

Annars fannst mér þetta rosalega skemmtileg mynd. Pabbi var að segja mér frá henni og hún hljómaði... tjahh.. frekar ruglingsleg. Níu söguþræðir er nokkuð mikið. En hvað! Þessi mynd er 187 mínútur en mér fannst hún líða svo fáránlega hratt og lipurlega. Myndin var allt annað en ruglingsleg og satt að segja var hún mjög vel gerð að því leiti að áhorfandinn missti ekki af neinu! Kannski er það smekksmál, en hvað með það.
Sögurnar tengdust allar á einhvern hátt, og oftast á stórskemmtilegan máta, tiltölulega sorglegan máta eða bara mjög einfaldan máta. Myndin var svo sannarlega stjörnum prýdd, gæðaleikarar í hverju hlutverki og allir stóðu sig frábærlega vel.
Persónusköpunin í myndinni er frábær. Hver og ein persóna í myndinni er svo vandlega útpæld að áhorfandinn getur oft séð bæði ytri og innri (þ.e. alvöru) manneskju persónunnar.
En ekki er myndin bara frábær á þann hátt að geta tengt allar þessar sögur og persónur saman, heldur er handritið snilld. Það var mjög fyndið, en samt alvarlegt, gerði stóra hluti úr lífi venjulegs fólks. Bara allt í allt snilld. Til að krydda upp á myndina var hún prýdd fjölmörgum góðum, en oft duldum bröndurum sem mér fannst snilld!
Ég hefði svo sannalega ekkert á móti því að horfa á þessa mynd aftur ... og aftur! :)

Hressu fullu hjónin!
Í stuttu máli:
Snilldar mynd! Mæli sterklega með henni. Ef þig langar í flottan söguþráð/þræði með skemmtilegum persónum og frábæru handriti, ekki láta þessa framhjá þér fara. :)

Að lokum er trailer fyrir þá sem hafa áhuga ;)