Núna um helgina dreif ég loksins í því að horfa á Amélie eða með fullum titli Le Fabuleux Destin d'Amélie Poulain. Nú hafði ég séð þessa mynd (eða allavega hluta úr henni) einhverntímann, en mundi ekki neitt eftir henni. Ég smellti henni í spilarann og eftir að hafa horft á hana furðaði ég mig afhverju í ósköpunum þessi mynd hefði farið svona lengi framhjá mér! Hún var tær snilld!
Amélie var fyrst sýnd árið 2001 og er leikstýrð af franska leikstjóranum Jean-Pierre Jeunet. Hún var tilnefnd til fjölda verðlauna, meðal annars fimm óskarverðlauna!
Amélie fjallar sem sagt um stúlku að nafni Amélie Poulain sem vinnur á kaffihúsi/bari. Hún var alin upp við frekar leiðinlegar aðstæður. Pabbi hennar var kaldur læknir sem snerti hana aðeins þegar hann athugaði heilsu hennar (sem hann endaði með að túlka sem hjartasjúkdóm því hjarta hennar hamaðist við spenninginn að eiga í samskiptum við hann). Mamma hennar var með veikar taugar, spennt og reiddist auðveldlega, hún dó hryllilegum dauðdaga fyrir framan Amélie. Hún flytur seinna út og gerist þjónn. En líf hennar breytist svo sannarlega þegar hún finnur kassa fullan af gersemum ungs drengs fyrir löngu. Hún finnur drenginn (nú eldri maður) og breytir þetta lífi hans. Eftir þetta ákveður hún að hjálpa fleirum og gerir hún það á stórskemmtilegan hátt með ótrúlegustu aðferðum! Amélie verður síðan hrifin af Nino, ungum manni sem hún sér oft hirða rifnar ljómyndir úr rusli hjá myndavélabás. Hún finnur myndaalbúmið hans og er það byrjunin af stórskemmtilegri ástarsögu!
Amélie má eiga það að hún skildi eftir risastórt bros á vörum mínum eftir að hún var búin! Hef hugsanlega aldrei séð mynd sem lét mig vera svona glaða í endann! :)
Það sem ég byrja á að segja frá er hve litirnir í myndinni voru flottir og líflegir! Greinilega voru aðallitlirnir grænn og rauður í myndinni og kom það rosalega vel út! Mér fannst einstaklega skemmtilegt líka hvernig hlutir, eins og lampi eða myndir vöknuðu til lífsins eða það þegar sjónvarpið sagði sögu. Rosa sætt!
Sagan sjálf var æði en leikararnir eiga rosa hrós skilið fyrir frammistöðuna, sérstaklega Audrey Tautou sem lék Amélie sjálfa, en hún var gjörsamlega frábær í þessu hlutverki! Hún náði þessum karakter svo vel, þessi feimna, svolítið barnalega ævintýragjarna og góðhjartaða Amélie. Ég einfaldlega get ekki ímyndað mér betri leikkonu í þetta hlutverk :)
Mér fannst persónan Amélie mjög athyglisverð út af fyrir sig. Hún er persóna sem hugsar í rauninni um alla í kring um sig en hunsar sín eigin vandamál. Síðan þegar kemur að því að hún þarf í rauninni að gera eitthvað fyrir sjálfa sig þá gengur það mun verr heldur en það sem hún gerir fyrir aðra.
Talandi um persónur! Rosalega fannst mér gaman að persónunum í myndinni! Hvort sem það var Nino, brothætti maðurinn, blindi maðurinn, ex-sircuskonan, konan sem trúði að allt væri að henni, stalkerinn og svo framleiðis. Frábært, frábært! Sömuleiðis fannst mér mjög skemmtileg nálgun á hvernig persónum var lýst. Dæmi má nefna þegar var verið að lýsa litlum hlutum sem þau elska, sem voru t.d að fleyta kerlingar, dýfa hendinni í poka af hrísgrjónum, smáatriði í bíómyndum, borða kjúkling og svo framveigis. Mjög gaman af því :)
Verð samt að segja bara hvað þessi mynd var almennt skemmtileg og fyndin! Dæmi má nefna með gullfiskinn sem vildi deyja, garðálfinn sem ferðaðist um heiminn, símtalið við klámbúðina, uppgötvunin á hve sköllótti maðurinn var, hrekkirnir hennar Amélie á kaupmanninum og ég gæti lengi talið. Síðan voru náttúrulega bara þessi atriði sem fengu mann einfaldlega til að brosa, t.d. atriðið með blinda manninum
Síðast, en ekki síst nefni ég tónlistina! Hún var rosa sæt og falleg. Gaf myndinni skemmtilegan blæ! Mér fannst þessi lög sérstaklega flott :Lag 1 og lag 2
Sko, þessi mynd var æði! Hún má eiga heima á topp 10 listanum mínum, án efa. Trúi ekki að ég hafi ekki séð hana fyrr! Mæli án efa með henni og langar mig satt að segja að horfa á hana aftur fljótlega! :D
Skelli einum sætum trailer í endann, fyrir þá sem hafa áhuga
Linkur á trailer-inn ;)
Skemmtileg færsla. Ég er sammála því að Amelie er æðisleg mynd (furðulegt nokk held ég að ég hafi bara séð hana einu sinni eftir að ég fór á hana í bíó). 7 stig.
ReplyDeleteÉg mæli með því að þú "embeddir" youtube-vídjó þegar það er hægt. Þú þarft bara að smella á "Embed" takkann á youtube síðunni. Þá geturðu valið stærðin og útlitið á vídjóinu á síðunni þinni og svo copy-pasteað kóðann beint inn í ritvinnslugluggann á blogspot.