Saturday, October 9, 2010

Addicted in Afghanistan

Addicted in Afghanistan

Addicted in Afganistan er heimildarmynd eftir  Jawed Taiman og var hún fyrst sýnd 2009. Hún fjallar um heróínfíkn fólks í Afganistan og leggur myndin helstu áherlsuna á að fylgja tveimur vinum, þeim Jabar og Zahir (er ég nokkuð viss um að þeir hétu), en þeir eru báðir háðir heróíni (sem og flestir í fjölskyldu þeirra).



Mér fannst þetta rosalega fín heimildarmynd sem skildi mikið eftir. Í fyrsta lagi hef ég einhvern veginn aldrei vitað að það væri svona rosalega mikið af fólki í Afganistan sem eru háð heróíni. Nú man ég ekki tölurnar sem nefndar voru fullkomnlega, en þær voru sirka 10% þjóðarinnar sem eru háðir heróíni. Það er hræðileg tala! Hræðileg! Ég trúði varla mínum eigin eyrum!
Myndin fylgir þessum tveimur strákum og svona hluta af þeirra daglega lífi og þeir að fara í meðferð, og detta svo aftur úr henni. Síðan kemur smá forsaga um þáeins og hvernig þeir urðu háðir. Mér fannst einmitt mjög sorglegt að einn þeirra hafði verið fíkill síðan hann var svona 8 ára eða eitthvað. Bara vegna þess að mamma hans gaf honum ópíum (sem leiddi til heróíns) vegna þess að henni sýndist að honum leiddist. Leiddist?! Án gríns!? Síðan varð hinn háður eftir að hann strauk að heiman um 12 ára. Síðan mátti geta að hjá einum þeirra var pabbinn háður og hinum var systirin ný komin úr meðferð(en féll svo). Það að svona ungt fólk sé að fara í fíkn svona ung finnst mér hræðilegt. Aðstaðan til þess að fara í meðferð var ömurleg, t.d. var prógrammið bara um 10 dagar, sem er engann veginn nóg fyrir fíkla.
Einn þeirra náði loksins að verða “clean” (eða c.a.) og kom þá heim og fann lyktina af fíkniefnum ásamt því að sjá svo marga aðra í fíkninni. Greyið litli endaði svo auðvitað aftur í heróínfíkninni eftir að vinur hans kom og sannfærði hann.
Ég mæli steklega með þessari mynd. Mér fannst hún góð og eins og ég sagði að framan, þá skildi hún mjög mikið eftir í manni. Mér fannst erfitt að horfa upp á þessa stráka, sem annars væri örruglega frábærir drengir, dragast inn í veröld fíknarinnar og missa bara af öllu lífinu því allt snerist um heróín (eins og staðurinn sem allir fíklarnir hengu á). Þeir eyddu tímunum saman að sitja og vera í vímu. Mér fannst mjög leiðinlegt að horfa upp á það.

RIFF blogg 2

Jæja! Annað RIFF blogg um hinar myndirnar, allavega symbol. Blogga um Addicted in Afganistan sem heimanám og því í öðru bloggi. ;)

Symbol



Symbol er japönsk mynd eftir Hitoshi Matsumo og var sýnd 2009. Symbol hefur frekar flippaðan söguþráð. Hún fjallar sem sagt um mann sem er fastur inn í hvítu herbergi. Seinna birtast englar og ekkert verður eftir af þeim nema typpi á veggjunum. Ef maðurinn ýtir á mismunandi typpi þá gerast furðulegir hlutir. Eins og að kanna birtist, sushi, reipi, manga, vatn o.s.frv. Sagan binst síðan sögu frekar glataðs glímukappa í mexíko og undirbúning hans fyrir bardaga og sjálfan bardagann. Tengingin á milli þessa tveggja sagna fannst mér snilld.
Ok, mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg, því hún var mesta sýra sem ég hef horft á en samt svo fyndin! Ég hafði allavega húmor fyrir þessari mynd! Söguþráðurinn var náttúrulega sýra(ekki til betra orð!) og frekar random!
Reyndar fannst mér milliparturinn frekar langdreginn(samt ekki, frekar einhæfur?) því það gerðist ekkert mikið meira en að ýta á typpin og sjá mismunandi verkanir. En hvað um það það var fyndið.
Ég myndi allavega mæla með henni fyrir þá sem vilja hlæja! :)

Armadillo



Ok. Éf ætla mér að eiginlega ekkert að dæma þessa mynd því ég las eftir á um hana á imdb og komst að því að hún var heimildarmynd…Ekki venjuleg mynd eins og ég hélt!! Ég fór á hana eiginlega án þess að vita neitt um hana. Þess vegna horfði ég á hana með eitthvað allt annað í huga og því fannst mér hún heldur spes(því ég hélt hún væri ekki heimildarmynd, en leit þannig út og ég varð smá rugluð…).
Annars þá eftir á því verður að viðurkennast að myndavélamennirnir hafa verið mjög hugaðir að tala þessi skot. Brjálaðar sprengjur og skotáraásir.. úff! Og að senan þar sem talibanar voru drepnir var miklu ógeðslegri eftir á… þar sem hún var víst í alvörunni! Sömuleiðis eftir á finnst mér brandararnir sem þeir sögðu og hvernig þeir réttlátu drápin mjög óviðeigandi.
Ég hálf skammast mín fyrir þessi mistök, sem eru frekar asnaleg…
Held að ég hefði notið hennar meira ef ég hefði fattað að hún væri heimildarmynd… En jæja, þannig fór það!
Hehh!

Ég hefði klárlega viljað fara á fleiri myndir en það hitti bara á frekar leiðinlega viku hjá mér svo ég komst nú bara ekkert á fleiri myndir. Reyndi að fara á Brim, en það var uppselt(kom alveg svona 3 tímum fyrir samt )
Annars fannst mér RIFF mjög vel heppnuð og skelli mér ábyggilega aftur á næsta ári :)