Saturday, October 9, 2010

RIFF blogg 2

Jæja! Annað RIFF blogg um hinar myndirnar, allavega symbol. Blogga um Addicted in Afganistan sem heimanám og því í öðru bloggi. ;)

Symbol



Symbol er japönsk mynd eftir Hitoshi Matsumo og var sýnd 2009. Symbol hefur frekar flippaðan söguþráð. Hún fjallar sem sagt um mann sem er fastur inn í hvítu herbergi. Seinna birtast englar og ekkert verður eftir af þeim nema typpi á veggjunum. Ef maðurinn ýtir á mismunandi typpi þá gerast furðulegir hlutir. Eins og að kanna birtist, sushi, reipi, manga, vatn o.s.frv. Sagan binst síðan sögu frekar glataðs glímukappa í mexíko og undirbúning hans fyrir bardaga og sjálfan bardagann. Tengingin á milli þessa tveggja sagna fannst mér snilld.
Ok, mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg, því hún var mesta sýra sem ég hef horft á en samt svo fyndin! Ég hafði allavega húmor fyrir þessari mynd! Söguþráðurinn var náttúrulega sýra(ekki til betra orð!) og frekar random!
Reyndar fannst mér milliparturinn frekar langdreginn(samt ekki, frekar einhæfur?) því það gerðist ekkert mikið meira en að ýta á typpin og sjá mismunandi verkanir. En hvað um það það var fyndið.
Ég myndi allavega mæla með henni fyrir þá sem vilja hlæja! :)

Armadillo



Ok. Éf ætla mér að eiginlega ekkert að dæma þessa mynd því ég las eftir á um hana á imdb og komst að því að hún var heimildarmynd…Ekki venjuleg mynd eins og ég hélt!! Ég fór á hana eiginlega án þess að vita neitt um hana. Þess vegna horfði ég á hana með eitthvað allt annað í huga og því fannst mér hún heldur spes(því ég hélt hún væri ekki heimildarmynd, en leit þannig út og ég varð smá rugluð…).
Annars þá eftir á því verður að viðurkennast að myndavélamennirnir hafa verið mjög hugaðir að tala þessi skot. Brjálaðar sprengjur og skotáraásir.. úff! Og að senan þar sem talibanar voru drepnir var miklu ógeðslegri eftir á… þar sem hún var víst í alvörunni! Sömuleiðis eftir á finnst mér brandararnir sem þeir sögðu og hvernig þeir réttlátu drápin mjög óviðeigandi.
Ég hálf skammast mín fyrir þessi mistök, sem eru frekar asnaleg…
Held að ég hefði notið hennar meira ef ég hefði fattað að hún væri heimildarmynd… En jæja, þannig fór það!
Hehh!

Ég hefði klárlega viljað fara á fleiri myndir en það hitti bara á frekar leiðinlega viku hjá mér svo ég komst nú bara ekkert á fleiri myndir. Reyndi að fara á Brim, en það var uppselt(kom alveg svona 3 tímum fyrir samt )
Annars fannst mér RIFF mjög vel heppnuð og skelli mér ábyggilega aftur á næsta ári :)


1 comment:

  1. Ágæt færsla. 4 stig.

    Ég sé eftir að hafa misst af Armadillo. Hef heyrt rosalega hluti um hana.

    Symbol fannst mér mikil snilld og mjög skemmtileg. Ég er samt alveg sammála því að um miðja mynd varð þetta soldið einhæft, en eftir á hugsaði ég ekkert um það - of mikið af eftirminnilega súrum augnablikum til þess.

    ReplyDelete