Monday, September 27, 2010

RIFF blogg

Nú er ég búin að fara á nokkrar myndir á RIFF síðustu daga en líffræðiritgerð fékk forgang um helgina.  Skrifa stuttlega um þær ;)

Fake orgasm
Fake orgasm er mynd eftir Jo Sol og var fyrst sýnd 2010 . Ég skrapp á þessa mynd, hélt hún væri einhverskonar mynd sem deildi á  uppgerðar fullnægingar eða eittthvað. (VARÚÐ, spoila smá!) Byrjunin á henni var í sniðinu eins og keppni í uppgerðri fullnægingu þar sem aðalgæjinn, (hann Lazlo Pearlman minnir mig?) var kynnirinn. Inn á milli kom eitthvað spjall um uppgerðar fullnægingar. Síðan bara allt í einu var kynnirinn farinn að strippa og reyndist hann vera karl með kven kynfæri. Sem sagt transsexual. Leit út eins og karl, hagði sér eins og karl, talaði eins og karl, var í rauninni karl, en var með konu kynfæri. Frekar spes atriði en allavega,  náði effectnum sem var að leitra af, s.s. undrun.
Eitt sem pirraði mig mega mikið var að hluti af myndinni var á spænsku með Argentínskum hreim(held ég), og textinn klipptist alveg af og ég allavega skildi ekki baun af því sem var að gerast, þá væntanlega hinir í salnum líka.
Síðan þróaðist myndin út í umfjöllum hvað sé kyn, hvað er að vera karl og kona. Talandi um transsexual fólk þar sem aðalgæjinn kom mikið við. Ekkert meira um uppgerðar fullnægingar, nema sem bending á sjálfsblekkingu?
Aðalmaðurinn hélt svo áfram að tala um að enginn skildi hann þegar hann var að reyna að útskýra kynhneigð sína og vildi meiri virðingu, sem ég skil vel að hann biðji um. En síðan kom loka atriðið sem mér fannst fáránlegt og sneri á vissan hátt út úr því sem hann var að segja fyrir. Hann var í miklum pælingum um að hann vildi að fólk skildi hann endar svo myndina á einhverjum apalátum  þar sem hann labbar nakinn um miðbæinn þar sem öll augu voru límd á hann. Ok, þetta atriði vakti bara ekki eina einustu umhugsun um stöðu transsexual fólks, var ekki einu sinni sniðugt. Bara kall á athygli.
Æj, mér fannst þessi mynd bara ekkert spes.
Skil vel pælingarnar en fannst bara alls ekki vel unnið úr þeim. Síðan komu langdregin atriði sem ég skildi ekki alveg hvernig tengdust viðfangsefninu. En jæja. Þessi mynd kom mér á óvart því hún fjallaði ekki um uppgerðar fullnægingar.

Womb
Ólíkt Fake orgasm fannst mér þessi nokkuð góð. Hún er leikstýrð af Benedek Fliegauf og kom úr núna 2010.
Womb fjallar sem sagt um stelpu, Rebeccu,  sem dvelur hjá afa sínum í ákveðin tíma og hittir hún strák sem heitir Tommy. Þau eiga dúlló æskuást saman en hún flytur til Tokyo og skiljast leiðir þeirra síðan. Mikið seinna, þegar þau eru bæði orðin fullorðin, flytur hún aftur heim á æskuslóðina og hittir Tommy. Þau verða ástfangin en fá ekki að vera lengi saman, þar sem Tommy verður fyrir bíl og deyr. Rebecca er miður sín af sorg og grípur á það ráð að klóna Tommy og ganga með hann sem sitt eigið barn!! Myndin er síðan í stórum hluta um þegar hún er að ala Tommy upp.
Mér fannst þetta fín mynd. Hún var heeeldur hæg á köflum, get eiginlega ekki neitað því. En mér fannst útlitið á myndinni mjög flott. Eins og bara umhverfið sem hún gerist að mestu í. Þá meina ég eins og húsið á sandinum. Var bara eins og endalaus auðn, sjúklega kúl.
Annar finnst mér málefni um klónun nokkuð athyglisverð og mér fannst söguþráðurinn góður. Það eru náttúrulega allt of miklar siðferðislegar spurningar sem vakna upp við klónun og fannst mér myndin koma þeim ágætlega til skila. Til dæmis að þótt hún hafi gengið með barn sem er erfðafræðilega eins og Tommy, þá er þetta augljóslega ekki sama manneskjan. Hún ýtti líka að honum hlutum til þess að láta hann þroskast á sviðaðan hátt og Tommy eldri. Finnst Eva Green nokkuð góð sem Rebecca, eins og þegar líður á ævi "sonar" hennar hvernig hún fer að átta sig á að þetta er ekki beint eins og hún hafði ímyndað sér.
En já, fín mynd sem ég mæli alveg með :)

Strella - A Woman's Way
Strella er leikstýrð af Panos H. Koutras og var sýnd fyrst 2009
Strella er mynd sem fjallar um mann, Yiorgos, sem sleppur úr fangelsi eftir 15 ára setu vegna manndráps. Hann verður síðan ástfanginn af transsexual vændiskonu eftir að þau verja nótt saman. Allavega. Þau eru mjög ástfangin og allt, en hvað. Síðan kemst Yiogos að því að Strella er í raun dummdummdummdumm, segi ekki meir en það kemur rosa twist sem breytir allri sögunni.
Veit ekki alveg hvað mér fannst um þessa mynd. Meina hún var ekkert léleg, en hún var ekki góð. Twistið sem kemur seinna í myndinni er frekar rosalegt og lætur mann hugsa um það sem gerðist fyrr í myndinni á annan hátt. Og mér allavega fannst þá fyrri hlutinn frekar rangur... Get bara ekki útskýrt það nema eyðileggja myndina fyrir einhverjum. En þetta er samt alveg athuglisverður söguþráður. 

Cyrus
Cyrus var leikstýrð af Jay og Mark Duplass og var sýnd  árið 2010.
Cyrus fjallar um John sem er skilinn, þunglyndur og einmana. Hann hittir Molly, einstæða móður sem er einnig að leita sér að maka. Hún á síðan soninn Cyrus, sem við fyrstu sýn virðist vera rosa indæll drengur. En hvað! Hann reynir af bestu getu að eyðileggja samband þessa tveggja og reynir að láta það heppnast með ýmsum aðferðum.
Cyrus kom mér mjög skemmtilega á óvart. Bara að lesa um söguþráðinn minnti mig á svona fimm aðrar myndir. En Cyrus var mjög skemmtileg og fyndin mig, mér til eiginlega furðu.
Mér fannst myndataka ekkert spes, og böggaði mig stundum súmmin sem komu við furðulegustu atriði. En það skiptir ekki öllu. Mér fannst það skemmtilegasta við myndina einfaldlega samskiptin milli persónanna. Sérstaklega fannst mér snilld hvað vandræðaleiki var vel settur fram.
Þetta var náttúrulega nokkuð mikið misnotuð saga(par+barn sem vill ekki hinn aðilann), en mér fannst hún vel spiluð úr vegna þess hve hún náði að vera fyndin.

Ég sá líka Addicted in Afganistan, hún var snilld! En ætla að blogga um hana sér og seinna :)

1 comment:

  1. Mjög flott færsla. 10 stig.

    Þú ert þriðji aðilinn sem mælir með Womb, ég þarf klárlega að kíkja á hana.

    Ég efast um að ég fari á Strella, en núna er ég forvitinn um twistið. Kannski ég fái að heyra hvað það var eftir hátíðina.

    ReplyDelete