Sunday, September 19, 2010

Marathonblogg

Pantað var stutta færslu um marathonmyndirnar ;)

Gefið var okkur það verkefni að búa til marathonmynd. Hópurinn minn endaði með að eiga að gera mynd byggt á leti. Nú jájá, við byggðum okkar á leti og var upprunalega hugmyndin eitthvað í átt að degi í lífi lats manns, ef svo má segja.
Tökurnar á myndinni gengu mjög hægt um sinn meðan við voru að fikta í vélinni og reyna að læra betur á hana. Þetta kom síðan hægt og hægt. Var síðan eitthvað vesen með þegar við tókum upp senur og það kom eitthvað svart á milli. Ég náði reyndar ekki alveg hvað það var en það reddaðist víst held ég. Þetta reyndar tók miklu lengri tíma en ég bjóst við því það tók lúmskt langan tíma að ákveða hvar allt átti að vera, ákveða sjónarhorn, stillingar á vélinni o.s.frv.

Þessi mynd er náttúrulega fyrsta skiptið sem við notum svona myndavél og gerum mynd (allavega ég) og er því kannski skiljanlegt að myndin var ekkert frábær! En maður lærir að því og þess vegna verður maður betur undirbúinn í næstu mynd! :)


Ég fór reyndar veik heim daginn þegar sýndar voru hinar myndirnar svo ég get voða lítið sagt um þær!

1 comment: