Nú um daginn ákvað ég að fara á Black Swan í bíó. Satt að segja var ég búin að hlakka rosalega til að sjá hana síðan að ég las um hana fyrir slatta löngu! Black Swan er leikstýrð af Darren Aronofsky og var sýnd 2010, en Aronofsky er m.a. þekktur fyrir að hafa leikstýrt Requiem for a Dream(sem er í uppáhaldi), The Wrestler og Pi. Myndin var tilnefnd til fimm óskarsverðlauna en vann aðeins eitt af þeim.
Black Swan fjallar um ballerinuna Ninu, sem leikin er af Natalie Portman. Má segja að líf Ninu snúist einungis um ballettinn og virðust ekki neitt skipta meira máli en að verða betri. Fullkomnari. Hún býr hjá mömmu sinni, sem er (án gríns) með þráhyggju varðandi dóttur sína og það að hún skuli verða ballerinan sem hún gat aldrei orðið. Nina endar með því að öðlast aðalhlutverkið í Swan Lake verkinu, þ.e. The Swan Queen eftir að fyrri ballerinan "dregur sig í hlé". Pressan fer að taka harkalega á Ninu og ekki bætir úr skák að nýja ballerinan Lily, hefur náð athygli leikstjórans. Nina er fullkomin sem hvíti svanurinn, en er einfaldlega of stíf til þess að leika seiðandi og lokkandi svarta svaninn. Þetta veldur henni miklum áhyggjum og fara áhyggur hennar að taka á sig form í huga hennar. Hún tekur að missa andlega stjórn sína í tilraunum til þess að geta verið hin fullkomna ballerina, í leit af sínum innri svarta svan. Leit Ninu að fullkomnleika leiðir hana á staði í huganum sem enginn vill fara.
Ég segi það alveg hreinskilnislega, þetta var frááááábær mynd! Var svolítið hrædd um að hafa of háar væntingar því ég hafði ekkert lesið eða heyrt nema lof um þessa mynd, en svo var ekki! Leyfi mér bara eiginlega að fullyrða að þetta er með bestu myndum sem ég hef séð lengi nýlega í kvikmyndahúsi :)
Í fyrsta lagi voru svo frábærir leikarar í myndinni. Þá nefni ég sérstaklega Natalie Portman, en hún var bara eiginlega fullkomin! Ekki furða að hún vann Óskar fyrir frammistöðu sína!! Leikurinn hennar var sannfærandi allan tímann og hún náði að tjá tilfinningar Ninu á svo flottan hátt, þá venjulega með líkamstjáningu og augnaráði, en Nina var ekki beint að flassa tilfinningum sínum í orðum. Bara vá!
Persónusköpunin í þessari mynd var… frábær! Þá sérstaklega persónan Nina. Það var mjög flott að sjá hvernig persónan varð hægt og rólega andlega óstöðug þangað til að hún mætti teljast geðveik. Áhorfandinn fær hægt og hægt að sjá inn í huga Ninu og hvernig hún smám saman brotnað niður. Það sem ég fannst sérstaklega vel gert er hvenig það var aldrei beint sagt að hún væri geðveik. Það var eins tjáð í myndum og frá sjónarhorni Ninu, sem virtist vera í afneitun að hún væri með sjálfseyðingarhvöt. Einnig fannst mér mjög vel að komið að sýna hvernig þráhyggja hennar um fullkomnun leiðir hana í það líkamslega og andlega ástand sem persónan kemur sér í sem og hvernig hinn grimmi heimur balletsins gerir ástand hennar aðeins verri. Sem sagt, mér fannst rosa rosa vel komið að persónusköpun Ninu, bravo!
Síðan langar mig aðeins að koma að sambandi Mömmunar og Ninu, en mér fannst það nokkuð athyglisvert og skipta miklu máli þegar upp er staðið. Mamma Ninu varð ólétt og gafst þess vegna upp á draumnum á að verða Ballerina. Í myndinni er augljóst að mamman á sér ekkert annað líf, en það að sjá dóttur sína slá í gegn sem aðalhlutverkið í stórri ballettsýningu. Hún lifir því lífí sem henni langar… en í gegnum dóttur sína. Ég túlkaði samskipti þeirra allavega sem eitthvað óeðlilegt. Ég get eiginlega ekki rökstutt það. En mamman talaði enn við hana sem hún væri tólf ára, sem hún væri enn litla stelpan hennar og sem að hún hefði engan rétt á því að velja sjálf og ráða sér sjálf. Kæmi mér bara ekkert á óvart ef Nina hefði orðið fyrir andlegu ofbeldi í einhverju formi eða einfaldlega ýtt svo langt af mömmu sinni að hún gat ekki meir andlega. Nina var einfaldlega brotin manneskja áður en myndin byrjaði. Áhorfandinn gat reiknað það út strax!
Langaði bara að koma þessari hugsun frá mér, en það smá svo sem pæla í þessu ;)
Langaði bara að koma þessari hugsun frá mér, en það smá svo sem pæla í þessu ;)
Flott speglaskot! Brotinn hugur? |
Síðan fannst mér myndatakan nokkuð töff! Mér allavegana fannst vera mjög miikið af nærmyndum, en það kom svo sjúklega vel út. Hugsanlega var það einfaldlega gert til þess að sýna hvað Nina var innilokuð, hvað veit ég, hugsanlega er ég bara að bulla. En mér fannst það flott. Síðan fannst mér skotin hjá speglinum heima hjá henni (spegill með marga spegla í kring) svo fááránlega flott. En talandi um spegla(eða spegilmyndir yfirhöfuð), þeir voru mikið notaðir í myndinni, oft til þess að sýna andlegt ástand eða hugsun Ninu. Það var allavega þrisvar í myndinni (minnir mig) þar sem Nina sér eitthvað í speglinum sem ekkert er til staðar í raunveruleikanum. Það má því segja að speglarnir í myndinni hafi sýnt það sem speglast á yfirborðinu, að ekki sé allt sem sýnist, sem áhorfandinn kemst á mjög svo flottan hátt í endann.
Svarti svanurinn |
Í stutttu máli: Frábær mynd,glæsileg! Natalie Portman sýnir ótrúlega góðan leik! Sambland tónlistar, dans, leik og sjónrænnar upplifun flott! Frábær saga. Finn bara ekkert neikvætt við þessa mynd! :)
Sammála. Ansi góð mynd. Góð pæling með speglaskotin, en þetta er einmitt klassískt minni í geðklofamyndum. Mér skilst að það séu margar vísanir (eða margt fengið að láni) frá Persona eftir Ingmar Bergman, en sjálfur hef ég ekki séð þá mynd og get ekki dæmt um það. En hún er einmitt um svipaða geðveiki.
ReplyDeleteVirkilega flott færsla líka. 10 stig.