Sunday, February 6, 2011

Micmacs

Ég skrapp á frönsku myndina Micmacs (Micmacs á tire-larigot) sem Jean-Pierre Jeunet gerði árið 2009, en hann er m.a. þekktur fyrir myndina Amélie. Furða mig að þessi mynd hafi ekki verið sýnd hér fyrr! Hmm!

Myndin fjallar um mann sem heitir Bazil, en einn daginn er hann óvart skotinn í hausinn frá skotbardaga sem fer fram fyrir framan vinnustaðinn hans. Eftir þetta atvik missir hann vinnuna og íbúðina sína og endar á götunni. Leikandi vélmenni og lip-synca á götunni fyrir pening hittir hann mann sem heitir Slammer. Slammer kynnir hann fyrir hópi fólks sem býr á ruslahaugi (draslsafni?). Hann er "ættleiddur" inn í hópinn og fær að búa hjá þeim og hjálpa. Bazil ákveður svo að hann ætli að hefna sín á tveimur vopnaframleiðendum fyrir að hafa verið skotinn í hausinn og vegna þess hvernig pabbi hans var drepinn á sínum tíma. Hann setur saman stórkostlegt plan til þess að fella þessa tvo risa og sýnir myndin okkur áhorfendum ævintýri Bazil og félaga að klekkja á framleiðendunum.

Mér fannst þessi mynd alveg svona stórskemmtileg! :)
Það sem ég elskaði klárlega mest við myndina var sagan. Hún náði einhvern veginn að troða öllu inn í myndina án þess að verða asnaleg. Í henni var ást, hefnd, dramatík, "hasar", grín, græðgi, sorg o.fl. - sem er snilld. Uppátækin í myndinni voru svo frábær! Þá meina ég hvernig hann kom hefnd sinni á framfæri!
Mér finnst samt svolitið fyndið að þegar maður heyrir orðið "hefndarmynd", poppar eiginlega undantekningarlaust upp einhver ofbeldisfull mynd, t.d. Oldboy sem við horfðum á um daginn. Þessi mynd var allt öðruvísi hefndarmynd en ég hef áður séð. Hún var létt og manneskjan sem vildi hefndina sjálfa gerði ekkert sem gæti talist ofbeldisfullt (þó svo að aðgerðir hans leiddu að einhverju rosalegu... spoila auðvitað ekki ;) ) Þótt þetta hafi eflaust verið gert áður fannst mér það rosa sniðugt :)
Endahnúturinn á hefndinni fannst mér svo fááááránlega mikil snilld! Spoila ekki, en hann kom mér svo sannarlega til að hlæja!

Útlitið á myndinni fannst mér síðan mjög flott. Litirnir voru mjög svipaðir og í Amélie, áhersla á rauðan (alls ekki jafn mikið samt) og grænan. Annars fannst mér heimilið undir ruslahaugnum vel gert. Og ég má auðvitað ekki gleyma uppfinningunum hjá gamla manninum, t.d. véllmennið sem lyfti lóðum, músin sem dansaði og dansandi kjólinn. Elskaði það!
Annað sem mér fannst frekar skemmtilegt að svona tvisvar til þrisvar í myndinni komu fyrir auglýsingaskilti fyrir myndina sjálfa! :)

Það var samt ekki frábær persónusköpun í myndinni, persónurnar kynntar en lítið meira til þess að gera þær dýpri. Þetta er smá galli á myndinni, en pirraði mig satt að segja ekkert þar sem þetta er ekki beint mynd þar sem þetta skiptir máli. Allar persónurnar sem bjuggu saman höfðu eitthvað sérstakt við sig, og notuðu það mikið í myndinni til þess að sagan gæti haldið áfram. Þannig þjónaði hver sínum tilgangi. Ég vil a.m.k. meina að persónurnar hafi átt að vera "grunnar", þ.e. bara til þess að þær þjónuðu sínu hlutverki fyrir plottið. Annars fannst mér persónurnar flestar mjög skemmtilegar.

Í stuttu máli: Frábær saga gerð að skemmtilegri mynd!



1 comment: