Thursday, January 20, 2011

Girl With a Pearl Earring

 Nú var ég eins og væntanlega flestir að taka því rólega um jólin. Þá datt ég inn í eina af þessum jóladagskrármyndum sem voru í sjónvarpinu. Allavega myndin var Girl With a Pearl Earring, sem ég hafði alltaf ætlað að sjá en aldrei orðið neitt úr því. ákvað augljóslega að horfa á hana fyrst hún var í sjónvarpinu ;) Ákvað að skella einu stuttu bloggi um hana.

Girl With a Pearl Earring er mynd sem sýnd var 2003 og var leikstýrð af Peter Webber og var myndin m.a. tilnefnd til þrennra óskarsverðlauna. Myndin fjallar um unga konu sem heitir Griet sem vinnur sem vinnukona í Delft(minnir mig) í Hollandi. Hún er ráðin á nýtt heimili þar sem frægi málarinn Johannes Vermeer býr ásamt riiisastórri fjölskyldu. Hún fær venjulegar skyldur að vinna í húsinu, fyrir utan það mikla verkefni að þrífa í vinnustofu Vermeer... sem átti víst að vera rosa merkilegt dæmi. Hún hittir sætan slárarason og verður úr því smá ástarsaga til hliðar. En síðan fara að þróast einhverjar tilfinningar á milli hennar og málarans og er það illa liðið af öllum í kring. Þá sérstaklega konunni hans. Myndin er í raun bara sagan sem endaði á hinu fræga málverki sem er samnefnt myndinni.(mnnir mig) .Talið er sem sagt að Vermeer hafi málað vinnukonuna á heimilinu, en það hefur aldrei verið staðfest. 

Alveg hreinskilnislega varð ég rosalega fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Leit vel út, en var samt bara leiðinleg.
Hún fær eitthvað 7,1 á imdb... sem ég er bara ekki sammála ;)
Kannski er ég bara einstök varðandi þessa mynd, en mér fannst hún ekkert spes.

Myndin var með mjög flotta búninga og flotta sviðsmynd fyrir umhverfið sem átti að vera Delft fyrir mörgum árum, því neita ég ekki! :)
En átti líka greinilega að vera svona "málverkaeffect" í myndinni til þess að láta einstaka senur líta úr fyrir að vera eins og málverk. Jújú, það kom mjög vel út í flestum tilfellum, en stundum fannst mér það feila smá. Man allavega eftir einni senu sem varð asnalega gul. Sem gerði hana ekkert flottari eða neitt!
Annað sem fór í mig var klipping. Það voru nokkrar senur sem hefðu átt að vera klipptar úr myndinni, höfðu nákvæmlega engan tilgang. Hvorki fyrir söguna eða sjónræna upplifun. Bara tímasóun í myndinni. Dæmi: Atriði þar sem málverkakaupandinn sat inn í stofunni sinni að horfa á málverk. Þessi sena hefði svo sem mátt vera, fyrir utan það hvað þessi sena var á algerlega vitlausum stað í myndinni. Hefði mátt vera miklu fyrr! Minnir að þessi sena hafi komið alveg random inn í endann, svona 2 mín áður en myndin var búin. Stórfurðulegt.
Svo voru það leikararnir. Aðalleikararnir voru t.d. Scarlett Johansson og Colin Firth. Bæði frábærir leikarar sem ég ætlaðist mikið af, en þau náðu samt einhvern veginn ekki að heilla mig. Scarlett lét stelpuna verða eins og algerlega tóma dós í hausnum. Átti pottþétt að vera geeeeðveikt djúpur karakter sem var mjög klár en enginn tók eftir því. En ég veit ekki. Mér fannst hún ekki sýna það vel. Bara frekar illa. Karakterinn sagði náttúrulega roosalega lítið í myndinni. En það á samt ekki að hindra það að tjá karakterinn vel ;)

Síðan hann Colin Firth, sem er flottur leikari, náði ekki alveg að komast á flug. Tengdist ekkert málaranum og náði aldrei svona sjarmanum í honum. Hann átti augljóslega að vera svona "einfari" og var það svo greinilegt í myndinni, að ég tengdist honum ekki sem aðalpersónu. Bara sem gæja sem kom inn endrum sinni og var með stutt samtöl um liti eða málverk.
Síðan var ég kannski bara eitthvað hæg þegar ég horfði á myndina en ég náði aldrei almennilega hvort það væri rosalegt chemistry á milli málarans og Griet eða hvort þau væri bara vinir eða eitthvað.
Síðan fannst mér hálflélegt... nei satt að segja frekar mikið feil...að ég hafði miklu meiri áhuga á ástarsögunni um slátrarasoninn og Griet heldur en heimili málarans og líf Griet þar! Er nokkuð viss um að það hafi ekki átt að vera þannig, en mig langaði mun meira að vita hvort það yrði eitthvað úr sambandinu við slátrarann... !

Í stuttu máli: Varð fyrir vonbrigðum með þessa. Klassa leikarar og góðar hugmyndir ná samt ekki að halda henni á lofti. Þó flottir búningar og umhverfi í myndinni.

Skelli trailer svona ef einhver hefur áhuga ;)

1 comment:

  1. Ég sá hluta af þessari fyrir nokkrum árum og ég er nokkurn veginn sammála þér, hún náði ekki að grípa mig.

    Flott og vönduð færsla. 9 stig.

    ReplyDelete