Nú ákvað ég að neyða systur mína að horfa á Howl's Moving Castle (jp: Hauru no ugoku shiro) um daginn sem er leikstýrð af Hayao Miyasaki árið 2004 og var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlaunanna sem besta teiknimyndin. Ég gjörsamlega elska myndirnar hans Miyazaki og er þessi í miklu uppáhaldi og langaði að blogga smá um hana :)
Aðalsöguhetjan er stelpa sem heitir Sophie og er hattargerðarkona! Einn daginn er hún að labba heim úr vinnunni og hittir galdramanninn Howl, og hefjast ævintýri hennar þá! Seinna um kvöldið kemur vonda nornin "The Witch of the Wastes" og leggur á hana bölvun sem hún mun aldrei geta sagt frá. Fær hún þá líkama og útlit gamallar konu! Augljóslega í sjokki yfir því sem gerðist ákveður hún að fara á brott úr bænum, þar sem enginn mun trúa henni. Hún fer í óbyggðirnar á leið sinni úr bænum og bjargar þá fyrir einskæra tilviljun fuglahræðu sem er þó gædd lífi! Fuglahræðan hjálpar henni að leita skjóls, sem vill svo til að er hinn hreyfanlegi kastali Howls. Nú byrja ævintýri Sophie svo sannarlega að hefjast. Barátta hennar að losna við bölvunina, þrífa hjá Howl (sem er ekki auðvelt verk), hjálpa til ásamt því að lifa lífinu eins og hún hefur aldrei leyft sér að lifa. Einnig er saga Howls sögð í myndinni, en hann er ekki allur sem hann er séður. Auðvitað er myndin svo sæt ástarsaga Howl og Sophie og raunir þeirra.
Það sem ég elska mest við þessa mynd er sagan! Sagan er byggð á samnefndri bók eftir Diana Wynne Jones og hef ég ekki lesið hana. En þrátt fyrir það kolféll ég fyrir sögunni. Ekkert var haldið aftur af ímyndunaraflinu og var opnað ótrúlegan heim þar sem galdrar og stríð eru daglegt líf.
Síðan er auðvelt að sjá fullt af einkennum Miyazaki í þessari mynd! Sem dæmi má nefna strerku kvenpersónuna, þú sérð furðurleg faratæki og flugvélar, opin rými, hræðilegar afleiðingar stíðs, galdrar og ég gæti lengi talið. Ég elska þessi einkenni Miyazaki og finnst einstaklega gaman að sjá hve fast hann stendur við þau þemu sem hann heldur uppá.
Það sem ég elska mest við þessa mynd er sagan! Sagan er byggð á samnefndri bók eftir Diana Wynne Jones og hef ég ekki lesið hana. En þrátt fyrir það kolféll ég fyrir sögunni. Ekkert var haldið aftur af ímyndunaraflinu og var opnað ótrúlegan heim þar sem galdrar og stríð eru daglegt líf.
Síðan er auðvelt að sjá fullt af einkennum Miyazaki í þessari mynd! Sem dæmi má nefna strerku kvenpersónuna, þú sérð furðurleg faratæki og flugvélar, opin rými, hræðilegar afleiðingar stíðs, galdrar og ég gæti lengi talið. Ég elska þessi einkenni Miyazaki og finnst einstaklega gaman að sjá hve fast hann stendur við þau þemu sem hann heldur uppá.
Sjúklega flotta herbergið hans Howl |
Mér fannst persónusköpunin fín í þessari mynd :) Ekki voru allar persónunar fullkomnar, en það er allt í fínasta lagi! Mér fannst bestu persónunar líklega vera Sophie, Calicifer, The Witch of the Wastes og Howl að sumu leiti.
En svo ég tali aðeins um Sophie, sem mér fannst besta persónan :)
Sophie er frábær karakter og heillaði mig um leið! Hún er stelpa sem einhvernveginn festist í hlutverki sem henni líkaði ekki. Var elst sytranna og öll ábyrgð lenti á henni þegar faðirinn féll frá og gat hún ekki lifað sínu lífi eins og henni langaði, heldur var föst inn í hattabúðinni. Eftir að hún breyttist í gamla konu lifnaði svo yfir henni. Hún var í raun frjáls frá öllum ábyrgðum og ferðaðist fyrir sig sjálfa, ekki bundin skyldum við neina aðra. Eftir því sem líður á myndina sjáum við hvernig hún þroskast og breytist í það að bæla sig niður fyrir aðra í að blómstra og lifa í galdaheimi Howls, sem hún gat aldrei ímyndað sér áður! Hún áleit sig ljóta og óæðri öðrum fyrr í myndinni en þetta allt saman hverfur þegar líður á myndina.
En svo ég tali aðeins um Sophie, sem mér fannst besta persónan :)
Sophie er frábær karakter og heillaði mig um leið! Hún er stelpa sem einhvernveginn festist í hlutverki sem henni líkaði ekki. Var elst sytranna og öll ábyrgð lenti á henni þegar faðirinn féll frá og gat hún ekki lifað sínu lífi eins og henni langaði, heldur var föst inn í hattabúðinni. Eftir að hún breyttist í gamla konu lifnaði svo yfir henni. Hún var í raun frjáls frá öllum ábyrgðum og ferðaðist fyrir sig sjálfa, ekki bundin skyldum við neina aðra. Eftir því sem líður á myndina sjáum við hvernig hún þroskast og breytist í það að bæla sig niður fyrir aðra í að blómstra og lifa í galdaheimi Howls, sem hún gat aldrei ímyndað sér áður! Hún áleit sig ljóta og óæðri öðrum fyrr í myndinni en þetta allt saman hverfur þegar líður á myndina.
Hreyfanlegi kastalinn hans Howl |
Myndin sjálf er samt svo stórkostlega falleg! Hún var svo yndislega litrík og flott og ekkert sparað í smáatriði í myndinni. Veit bara ekki alveg hvernig á að lýsa því! :) Borgirnar sem hafa verið búnar til og allt sem þeim tilheyrir var æði! Síðan langar mig að nefna herbergið hans Howls, en það var algjör snilld! Fullt af furðulegum smáatriðum sem samt sýnir á sinn hátt hvað Howl er furðulegur gaur hehe! Og auðvitað má ekki gleyma kastalanum sjálfum, en hann er svo ruglingslegur en á sama tíma glæsilegur! Hann var alveg unninn í tölvu og ég horfði einmitt á smá aukaefni með myndinni og það var gaman að sjá hve mikil vinna var lögð í þennan blessaða kastala! :)
oog auðvitað að lokum verð ég að nefna tónlistina í myndinni eftir Joe Hisashi, sem er auðvitað frábær! Mér finnst hún gera svo mikið fyrir andrúmsloftið í myndinni, hvort sem það er alvarlegt, gaman eða bara venjulegt! Tónlistin ýtir einstaklega undir töfraleika myndarinnar, sem gerir hana einfaldlega enn betra verk!
Í stuttu máli: Frábær mynd sem ég mæli klárlega með fyrir alla. Teikningar til fyrirmyndar. Sagan æði og tónlistin flott! :)
oog auðvitað að lokum verð ég að nefna tónlistina í myndinni eftir Joe Hisashi, sem er auðvitað frábær! Mér finnst hún gera svo mikið fyrir andrúmsloftið í myndinni, hvort sem það er alvarlegt, gaman eða bara venjulegt! Tónlistin ýtir einstaklega undir töfraleika myndarinnar, sem gerir hana einfaldlega enn betra verk!
Í stuttu máli: Frábær mynd sem ég mæli klárlega með fyrir alla. Teikningar til fyrirmyndar. Sagan æði og tónlistin flott! :)
Mjög flott færsla. 8 stig.
ReplyDelete