Jæja, hér kemur stutta bloggið um handritaverkefnið sem við reyndar áttum að skila í gær, en hey! Það kemur nú, þó seint :)
Ég ákvað að horfa á myndina Interview With the Vampire sem er leikstýrð af Neil Jordan árið 1994 og skartar leikurum á við Brad Pitt, Tom Cruise, Antonio Banderas og Kirsten Dunst. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Anne Rice. Las ég handritið eins og eftir fyrirmælum.
Interview With the Vampire fjallar um mann sem heitir Louis. Það væri ekki frásögu færandi nema það að hann er hundgömul vampíra! Í myndinni er fjallað um sögu hans frá því hann "fæddist" sem vampíra og til nútímans og er hann að segja ungum manni frá lífreynslu sinni.
Louis var breyttur í vampíru af Lestat þegar hann var um 24/5 ára gamall og hafði misst konu sína og barn og var niðurbrotinn. Hann ferðast síðan um með Lestat, sem hann líkaði hreinlega ekki við, og drápu fólk (Louis fannst það ekki gaman, ólíktt Lestat). Þegar Louis ætlaði að fara frá honum þá breytti Lestat ungri stúlku, Claudia, í vampríu. Myndin fjallar síðan um lífreynslur þessara þriggja.
Mér fannst þessi mynd fín! Mér fannst sagan skemmtileg og ég fílaði persónurnar! Persónusköpunin var ágæt, það mætti alveg laga hana eitthvað, en það kom mjög vel fram einkenni og persónuleiki hvers og eins. Búningarnir í myndinni voru ruglaðir! Svo flottir! Þá sérstaklega kjólarnir hennar Claudiu, ég var bara ástfangin af þessum kjólum, ekki að það skipti mestu máli, en fannst að það mætti klárlega koma fram! :)
Nú er ég alls ekki aðdáandi Tom Cruise, satt að segja þá þoli ég ekki þennan leikara! En ég bara get ekki hunsað hvað hann var mikil snilld sem Lestat í myndinni, mér fannst hann allavega negla þessa persónu! Mér þykir erfitt að játa það að mér fannst hann ná þessari persónu vel. Lestat var náttúrulega besta persónan í myndinni fyrir utan hana Claudiu, sem mig langar líka að minnast á. Kirsten Dunst er nokkuð ung þarna og finnst mér hún klárlega hafa staðið sig best í myndinni! Brad Pitt hins vegar fannst mér þurr og bara leiðinlegur í þessari mynd. Kannski bara vegna persónunnar... en kannski sökkaði Brad Pitt bara í þessu hlutverki, er ekki viss hvort. Kannski túlkaði hann Louis á þennan hátt, en það bara virkaði ekki í myndinni. Veit bara að hann var sístur þarna.
Eitt samt sem böggaði mig, og gerir enn. Er að ég gjörsamlega fattaði aldrei hvort persóna Antonio Banderas væri vond eða ekki.Var hún vond? Var hún góð? Var hún bæði? Fannst hann alltaf hoppa á milli... En kannski bara því ég var alltaf að stoppa til að lesa handritið sem ruglaði mig.
Eitt að lokum sem mér fannst galli, það var hve sum samtölin voru ótrúlega stirð, væmin og ofleikin. Það er ekkert óalgengt að sja svona samtöl í svona myndum, en þessi samtöl sem ég er með í hugsa voru alveg roosalega strið og skrítin og venjulega var Brad Pitt í þessum senum. Eins og ég sagði var
hann rosa þurr í þessari mynd og hugsanlega var það þess vegna sem samtölin urðu svona skrítin.
Handritið:
Ég las handritið af myndinni eins og við áttum að gera, og alveg hreinskilninslega eyðilagði það myndina hálfpartinn fyrir mér. Bara já, finnst að það megi koma fram. Það pirraði mig að vera alltaf að stoppa að lesa og missti oft samhengi í myndinni vegna þessa. Auk þess fannst mér ég alltaf vera spoila myndinni, því ég vissi alltaf hvað var að fara gerast :(
En allavega, ég viðurkenni að mér fannst samt áhugavert að lesa handritið sjálft. Það var miklu einfaldara en ég hélt að það yrði. Ég einhvernveginn bjóst við að það yrðu meiri og nákvæmari lýsingar á senum og sjónarhornum og svona, en svo var ekki. Samtöl voru, tjah, nákvælega eins og ég hélt svo hef ekkert beint að segja um það. En já, það sem mér fannst klárlega koma mér mest á óvart var hve lýsingar á senum vor eitthvað ónákvæmar. Ok þær voru nákvæmar, en samt ekki jafn mikið og ég hélt.
Annars var handritið nákvæmlega eins og ég bjóst við að handrit væri, svo ég hef ekkert mikið að segja meira um það :)
Eitt reyndar sem ég tók eftir að það var algerlega breytt endanum í myndinni og frá handritinu. En það var miklu flottara í myndinni, svo jibbi!
Í stuttu máli:
Ágæt mynd. Mjög skemmtileg. Flottir búningar og ágætur leikur á köflum.
Ef þú fílar vampírur, plíis horfðu á þessa en ekki Twilight! ;)
Fín færsla. 8 stig.
ReplyDelete