Tuesday, November 23, 2010

Þrjár stuttar myndir

Ég ætla að blogga til þess að fá mætingu þann 10. nóvember (held ég). Afsaka hvað þetta kemur seint, en ég var eiginlega búin að gleyma þessu! ;)
En ég horfði á þessar þrjár myndir: Le Ballon Rouge, La rivière du hibou og Dwaj ludzie z szafa. Svo skemmtilega vill til að mér fannst þær allar rosalega skemmtilegar og flottar. Tala aðeins um það.

Le Ballon Rouge

Le Ballon Rouge er leikstýrð af Albert Lamorisse árið 1956. Þessi mynd er rosa krúttleg mynd um lítinn strák sem finnur rauða blöðru. Hann röltir með hana í skólann og aftur heim og passar rosalega vel upp á hana. En síðan þarf hann að sleppa henni því hann má ekki hafa hana heima hjá sér. En hvað!? Blaðran virðist hafa sinn eigin vilja og svífur því aftur til stráksins. Þeir eiga svo hálfgert vinasamband þar sem blaðran eltir strákinn hvert sem hann fer. Síðan leikur hann og blaðran sér á götunum. En allir vilja eiga flotta rauða blöðru eins og strákurinn og er hópur af strákum sem vilja eyðileggja blöðruna og fara langt í því að reyna ná blöðrunni af stráknum.
Mér fannst þetta alveg hreinskilnislega æðisleg mynd! Mér fannst svo margt fallegt í henni! Til dæmis blaðran sjálf í myndinni var mjög flott að því leiti hvernig rauði liturinn stakk sig út úr umhverfinu og gaf henni einskonar sérstöðu hluta í myndinni. Svo fannst mér strákurinn mesta dúlla í heimi! Einnig fannst mér mjög flott hvernig rauða blaðran byrjaði bara sem hlutur í myndinni, eitthvað sem strákurinn vildi leika sér með. En smám saman tók hún að persónugerast og þangað til hún var í rauninni orðin ein af aðalpersónunum. Þetta var ekki lengur hlutur heldur sjálfstætt hugandi blaðra! Mér fannst bara útlitið sjálft á myndinni vera æði. Það var lítið sem ekkert tal, nema nokkrum sinnum eitthvað á frönsku og þegar strákurinn kallaði "ballon?!".
Svo sæt mynd! Mæli svo mikið með henni! :)

La rivière du hibou

La Riviére du hibou er leikstýrð af Robert Enrico árið 1962. Mér fannst þessi flottust af þessum þremur stuttmyndum! Myndin byrjar á flottum skotum af skóginum og kemur loks að aðalpersónunni okkar. Manni sem á að hengja fram af brú fyrir einhvern verknað. Hann skoðar umhverfið (svona ef hann myndi nú sleppa) og hugsar um fjölskyldu sína (giska af myndum... en ég kann ekki frönsku). En vitir menn! Reipið slitnar! Nú hófst barátta hans fyrir lífinu og að komast í burtu frá hermönnunum svo hann geti sameinast fjölskyldu sinni enn á ný. Endirinn er síðan nokkuð góður!
Eins og ég sagði framar, fannst þessi best af þessum þremur. Það var bara svo margt sem ég elskaði í þessari mynd. Vra bara eiginlega heilluð frá fyrstu fallegu skotum af trjám til endans (sem reyndar voru líka tré...en). Sagan virðist ekkert vera neitt spes fyrr en í bláendann, þá sat ég í smá sjokki! Sjúklega góður endir! Maður er látinn halda eitthvað alla myndina þangað til seinustu sekúndurnar þegar allt sem maður hélt áður hrynur!
Hver rammi, hvert skot virðist vera svo yndislega útpælt. Ég bara gat ekki hætt að hugsa um hvað þetta var falleg mynd.

Dwaj ludzie z szafa


Dwaj ludzie z szafa er leikstýrð af Roman Polanski árið 1958, Hún fjallar um, tjah, tvo menn sem koma á undarlegan hátt upp úr sjónum haldandi á skáp með spegli. Restin af myndinni er síðan um ferðalag þeirra um bæ með skápinn ávallt við hönd.
Mér fannst þessi líka skemmtileg! Ok bara fyrsta senan þegar þeir koma upp úr sjónum segir manni að þetta er frekar furðuleg mynd. Allavega, mér fannst þessi mynd klárlega eiga sína spretti. Eins og t.d. eitt skot sem ég verð að minnast á sem mér fannst ótrúlega vel gert, en það er skotið þar sem fiskurinn liggur ofaná speglinum og himininn speglast þar líka og það lítur út fyrir að fiskurinn sé fljúgandi í skýjunum. Of flott!
En kannski það sem mér fannst flottast við myndina er hvernig sagan endurspeglast óbeint, eða, sko. Sagan er ekki sögð beint heldur frekar óbeint, áhorfandinn getur myndað sína eigin skoðun. Sagan getur alveg snúist um hvernig allt gengur á afturfótunum hjá mönnunum vegna þess að þeir eru dröslandi um skáp út um allt. En þetta getur líka verið innlit í lífið í borginni. Kannski er ég bara að oftúlka þetta... :)

Jæja! Mér fannst þetta allt skemmtilegar myndir sem er frekar mikil tilviljun :)

1 comment: