Friday, November 5, 2010

The Proposal

Jæja um daginn ákváðum við vinkonurnar að horfa á The Proposal! Blogga smá smá um hana :)

The Proposal er leikstýrð af Anne Fletcher og var sýnd 2009. Hún fjallar um hana Margaret, en hún er yfirmaður í einhverju big-shot útgáfufyrirtæki. Hún er algjör belja og er leiðinleg við alla. Sérstaklega aðstoðarmann sinn Andrew. En hvað! Einn daginn er tekið hana á skrifstofu yfirmanns síns. Visað hennar er að renna út þar sem hún er frá Kanada og á að vísa henni úr landinu. Hún tekur ákvörðun í fljótfærni og segist vera trúlofuð aðstoðarmanninum sínum, honum Andrew, og að þau séu að fara gifta sig bara í næstu viku eða eitthvað. Andrew er ekki hrifinn af þessu, enda getur hann farið í fangelsi! Hann vill því fá stöðuhækkun í staðinn fyrir þennan greiða. Síðan verða hlutirnir flóknir og þau enda heima í bænum sem Andrew ólst upp í og fjölskylda hans býr. Þau ætla að gifta sig þar (til þess að plata visa eftirlitsmennina). Síðan gerist fullt af hlutum og drama sem já, gerir myndina a því sem hún er.

The proposal er rooooosalega fyrirsjáanleg. Bara titillinn og coverið sagði mér endann. Þetta er svona stelpumynd sem er svona freeekar(haha djók, mjöög) sykurkennd á tímum. Persónurnar eru látnar virðast hata hvor aðra í byrjun. Hatur. Engin ást. En þegar líður á myndina komast þau að því að þau elska hvort annað, auðvitað.
Hef... eiginlega ekkert að segja um söguþráðinn. Hann er eins dæmigerður og hægt er að hugsa sér. Atburðarrásin meikar ekkert sense í rauninni, en það tilheyrir nú rómantískum gamanmyndum.  ;)
Enginn leiksigur á ferð, enda ekki beint hægt í þessari mynd. Handritið er ekkert til að hrópa húrra fyrir, en kom samt alveg með fína brandara. En hins vegar voru sum atriðin, tjah, fáránlega léleg en áttu að vera rosalega fyndin... en voru það bara ekki. Bara kjánahrollur yfir lélegu atriði. Þannig myndin átti sína skemmtilegu hluta, og sína (mjög) vondu.
Kannski var það svo bara ég... en ég skynjaði næstum ekkert chemistry á milli persónanna í myndinni! Sem mér fannst frekar skondið því þetta er rómantísk gamanmynd. Bara allt í einu voru þau orðin ástfangin og ætla að reyna á samband!
En hvað með það. Þetta er ekki meistaraverk, augljóslega. En hvað með það, ég viðurkenni að mér fannst hún skemmtileg. Þetta var góð afþreying, sem er nákvæmlega tilgangurinn með þesari mynd. Það er ekki verið að leitast eftir að gera góða mynd, heldur mynd sem lætur áhorfandann brosa smá, sem tókst. Þannig ég kvarta svo sem ekki :)

Það er svo sem ekkert mikið að segja um þessa mynd, hún er nákvæmlega eins og ég bjóst við að hún væri, s.s rosa fyrirsjáanleg og dæmigerð rómantísk gamanmynd

Í stuttu máli:
Ef þið langar að horfa á meistaraverk, slepptu þessari!! Ef þig langar að horfa á heilalausa, , klisjukennda og fyrirsjáanlega mynd sem er samt alveg gaman að horfa á, skelltu þér á þessa ;)

1 comment:

  1. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað þessi formúla er mikið notuð, að láta parið hata hvort annað en verða svo ástfangið. Eða að láta þau hittast, verða pínu skotin en byrja svo að hata hvort annað, en ná svo saman í lokin.

    Einhvern tímann las ég grein þar sem því var haldið fram að grunn-grunn-uppbyggingin í glæpamyndum og rómantískum gamanmyndum væri sú sama. Þú byrjar með andstæða póla (óvini, glæpamann og löggu, parið) en endar með einn aðila (í glæpamynd drepur einn aðilinn hinn, í rómantískri gamanmynd giftast þau og verða eitt). Ég veit, frekar silly, en mér finnst þetta fyndin nálgun á svona myndir.

    Fín færsla. 5 stig.

    ReplyDelete